karja

karja (karitas m. bjarkadóttir) er fædd 17. júní 2000 og er reykvískt ungskáld. hún byrjaði ung að skrifa, en gaf út sína fyrstu ljóðabók a.m.k. (ég hata þetta orðasamband) í mars 2018, og fylgdi henni fljótt eftir með bókinni m.b.kv. (og fyrirfram þökk) í október sama ár. samhliða þeirri útgáfu kom út vasabókin abba hækur sem gefin var út í takmörkuðu upplagi.

ljóðstíllinn er kaótískur og einlægur, þau eru samin í einum rykk og ekki endurskoðuð, einskonar dagbókarfærslur í ljóðaformi.