Skip to content

Flokkur: a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)

fyrsta ljóðabók (vor 2018)

laugardagur 28. janúar 2017

það eru liðnir rúmir tveir sólarhringar síðan við töluðum saman síðast. það er met, síðan við kynntumst hefur það alltaf verið að minnsta kosti eitt „hæ“ á dag. hann sagðist ætla að heyra í mér þegar við værum bæði búin að melta þetta og taka þetta inn. ég er búin að því. held ég. nokkurn veginn allavega. en ég ætla svo sannarlega ekki að vera sú sem hefur samband á undan. það er hans meginn í þetta skiptið ég hafði aldrei séð hann gráta fyrr en þennan eftirmiðdag umkringdan túristum… Read more laugardagur 28. janúar 2017

þessi stelpa (vol. 1)

mig langar að vera þessi stelpa. þú veist, þessi stelpa sem lifir lífinu í bleiku. þessi stelpa, sem lætur alla fá la vita e bella á heilann, bara með því að ganga fram hjá þessi stelpa, sem ástsjúkt fólk skrifar ljóð um og vísar í eina einungis sem „hún“.   „hún hafði þessi la mer áhrif þennan yndislega léttleika sem einkenndi parís á tímum sem ég var ekki til á.“   þessi stelpa, grætur ekki yfir hlutum sem hún fær ekki breytt. hún er sterk, hún er ákveðin, hún gerir… Read more þessi stelpa (vol. 1)

þessi stelpa (vol. 2)

ég hitti þessa stelpu um daginn þú veist, þessa stelpu sem hlustar á franskt rokk og keðjureykir til að mótmæla hugmyndinni sem þeir hafa af okkur þú veist, okkur sem kynslóð og svona og einskisnýtum, útlits- og sjálfsdýrkandi letingjum.   hún var allavega þarna, hinum meginn við glerið, og starði jafn mikið á mig og ég á hana   ég gat ekki litið undan. hún fann það, svo hún hallaði sér fram, með la vita e bella í bakgrunni, horfði djúpt í augun á mér og spurði mig svo; „er… Read more þessi stelpa (vol. 2)

ástríðulausa stelpan

það var einu sinni stelpa sem átti enga ástríðu aðra en að finna sér ástríðu.   hæfileiki þessarar stelpu var einmitt sá að finnast hún hæfileikalaus ekki nógu góð í alltof mörgu auðveldu hún hafði líka mikla ástríðu fyrir því.

lífið er lag

mér líður eins og lífið sé lag sem ég er með á heilanum, nema hvað að það er á tungumáli sem ég kann ekki, og hversu mikið sem ég reyni get ég ekki sungið með, nema kannski brotabrot af orðum sem ég skil ekki en kann að herma eftir.

óðurinn til barnæskunnar

ég man að ég var að hugsa um þig þegar ég var allt í einu stödd á leikvelli barnæsku minnar. hangandi í rólu sem minnti mig bara á hvað ég hef stækkað í hnédjúpum snjó með sultardropa í nefinu í aðeins of stórri úlpu og aðeins og þröngum skóm.   ég man að ég var að hugsa um þig þegar ég hallaði mér aftur í fastgreipum barnæsku minnar. með höfuðið danglandi og lét frostöldurnar skola mér langt héðan á bjartari stað með vori og hlátrasköllum í flíspeysu eldri en ég… Read more óðurinn til barnæskunnar

kuldinn

ég hef oft sagt að kuldinn fari mér best. þá er ég föl í takt við tímann, og leið í takt við birtuna, og það er allt saman gott og blessað.   því ég hef svo ótrúlega oft brennt mig. og þess vegna eru kalsár kærkomin. því kuldinn brennir ekki, og það er allt saman gott og blessað.   og kuldinn er svo grimmilega góður. því hann hrifsar af þér andann, og murkar úr þér lífið, og það er allt saman gott og blessað.   svo ef ég verð einhvern… Read more kuldinn