Skip to content

Flokkur: m.b.kv. (og fyrirfram þökk)

önnur ljóðabók (haust 2018)

sólarrifurnar (vol. 1)

þú baðaðir þig í sólarrifunum frá gluggatjöldunum og ég var ekki viss hvort hún væri að koma eða fara sólin það er að segja.   ég var í bleika silkináttkjólnum. þú veist, þessum sem ég hengi alltaf upp þegar það koma gestir til að gefa herberginu og mér smá karakter.   en ég var allavega að skoða þig telja freknurnar á nefinu þínu sem virðast safnast upp með hverju sumrinu sem við eigum saman   og ég vissi þá, að svona vildi ég alltaf vera. liggjandi í hvítu rúmi og… Read more sólarrifurnar (vol. 1)

loforð

þeir svíkja sjaldan, sem lofa litlu, og þess vegna bið ég þig ekki um að lofa. því loforð sem gefin eru upp í ermi eru loforð sem skila ekki miklu.   en loforðin þín virtust ósköp einlæg og þess vegna vildi ég trúa þeim. því með gefnu loforði beint frá hjartanu, léstu mér finnast ég góð og mikilvæg.   en ekkert sem þú getur sagt mér núna mun skila sér inn og nýtast mér. því ef það skilar sér ekki til þín að lokum, þá sé ég í alvöru ekki… Read more loforð

pláss

ég skar af mér höndina svo þú fengir pláss. ég sleit hárið mitt af eitt, og eitt í einu því þig klæjaði undan því.   ég plokkaði úr mér augun svo ég sæi ekki gallana. ég afneitaði mér hamingju með glöðu geði því þín var í fyrirrúmi.   en það var ekki nóg. þú þurftir meira pláss, minna hár, heyrnarleysi á gallanna og allt sem ég átti.

ég vona

ég vona, að hver einasti koss frá mér hafi skilið eftir brunasár, því þú vissir af olíunni sem hún skildi eftir.   ég vona, að öll ástarorðin frá mér hafi stungið þig í hjartað, því þú vissir, að svörin þín voru ekki sönn.   ég vona, að allar gjafirnar frá mér hafi níst í þér samviskuna, því þú vissir að þú gafst mér ekkert til baka.   en mest af öllu, vona ég að þú vitir að þú kramdir mig því ég treysti þér. og eins og ég kramdi köngulærnar… Read more ég vona

kamelblús

ég vissi að þetta var búið þegar reykt camel blue retta lyktaði ekki lengur eins og ást.   ég vissi að þetta var búið þegar lögin þín stungu mig í staðinn fyrir að ylja mér   ég vissi að þetta var búið þegar reiðin tók mig yfir oftar en ástríðan gerði það   en núna, þegar þetta er búið lyktar blár camel eins og ljúfar minningar lögin þín, hljóma eins og ástin þín og reiðin er hvergi sjáanleg   og þeir segja að þú vitir ekki hvað átt hefur fyrr… Read more kamelblús

sólarrifurnar (vol. 2)

ég pakkaði bleika silkináttkjólnum. hann skiptir ekki lengur máli, og mig langar ekki að vera í honum.   ég dró fyrir gluggann minn. svo myrkrið tæki alveg yfir, og sólarrifurnar kæmust ekki inn.   ég veit núna að sólin er löngu farin. og ég vissi það allan tímann. alveg eins og freknurnar þínar, hvítu rúmfötin, og þú.

mörk

ég hef aldrei átt auðvelt með mörk. í fyrsta lagi, skil ég ekki fótbolta. í öðru lagi, er ég meðvirk.   einhverra hluta vegna, er ég samt oftar skömmuð fyrir að skilja ekki fótbolta, heldur en hitt.